Sunday, January 30, 2005

TAKK FYRIR MIG! Það var alveg frábært að hitta alla aftur og okkur tókst að sleppa að mestu við svona "hvað ert þú að gera" spurningar en við vorum sammála um það að fyrir næsta partý verður skylda að setja hér inn svona helstu upplýsingar um sig annars.....
Við hefðum þó gjarnan viljað sjá Hildarnar tvær, Heiðrúnu og Helgu Kjartans - þeir sem ekki eru á landinu eða voru að vinna eru löglega afsakaðir ;)
Það kom ýmislegt í ljós og við erum komin með nýjar slóðir á barnaland.is, bara eftir að skella þeim inn. Ég er samt alveg úrvinda eftir gærkvöldið og nóttina - við vorum niður í bæ til klukkan 06 takk fyrir, enda ekki farin úr partýinu fyrr en um 03 held ég ;)
En látum myndirnar bara segja svona það helsta:






,





CIAO, Sonja



Friday, January 28, 2005

ok - best að uppfæra þessar upplýsingar hér skv. athugasemdum. Hún Telma er víst líka búin að fjölga í heiminum og spurning hvort maður geti fundið hennar síðu á barnalandi.is! Svo er Krístín orðin FRÚ Kristín og best að muna það í kvöld þegar við ávörpum hana ;) en annars þarf sérstakt lykilorð til þess að fylgjast með þroska og framförum stráksins hennar undir slóðinni barnaland.is/barn/23745
Hendi inn nokkrum myndum í viðbót:
, ,
, ,

Sjáumst í kvöld!

Thursday, January 27, 2005

Sko - þetta hefst allt með þrautseigjunni! Kannski var Sibbi búinn að finna þetta en lumar bara á þessu, en ég fann allavega Snæbjörn og fjölskyldu á netinu. Eins og sjámá af þessum slóða virðast þeir vera nokkuð glaðir í útlandinu: http://www.barnaland.is/barn/13222/album/155057/img/20050123165850_2.jpg
Jæja - ég held þá bara áfram að blaðra hér, kannski ef ég bulla nógu mikið þá verð ég beðin um að hætta en það væru þá allavega fleiri að skrifa hér inn en ég. Ég hef svo sem ekkert að segja - ekki frekar en vanalega, sei sei nei nei.... Mér gekk ekkert að senda póst á ÓBÓ á þetta lhí netfang svo ef e-r veit eitthvað þá er það vel þegið, Tóta varst þú ekki með rétt netfang? Mér finnst alveg æðislegt að finna þessi blogg - vissi ekki að það leyndust bloggara innan bekkjarins. Ég er bara mest hissa að þessar mæður skuli ekki vera með neitt á barnaland.is - þær kannski eru það en ekki auðvelt að finna börnin ef maður veit bara hvað mamman heitir :/ Er staðan ekki sú að mæður eru:



Afsakið Helga Jóns - en ég á bara ekki mynd af þér!

og er þessi ekki eini pabbinn:


Hvernig stendur með giftingar - er Heiðrún sú eina?

Það væri alveg fínt að vera komin með þetta á hreint svo allir þurfi ekki að spyrja alla um þessa hluti - spurning um að fólk hafi bara spjöld á sér: " er ekki gift(ur), er að vinna/í skóla, er komin(n) með x börn "?
Hæ hæ allir
Ef þið eruð í e-m vandræðum með að komast inn þá er ég búin að skoða þá sem skráðu sig inn á þessa síðu og ef ég sá hér inni og í listanum frá Elsu var sama netfang þá sendi ég á það netfang smá póst. Þeir aðilar geta þá fengið lykilorð og notandanafn sent í pósti. Ég er að vinna í að senda hinum "boð" og ef e-r fær ekki sem er að lesa þá bara að bögga mig :)

Væri mjög gaman að heyra frá þeim sem eru búnir að koma sér hingað inn eða bara skrifa athugasemd - leiðinlegt að vera blaðra tilgangslaust út í loftið!!

Best að skella inn annarri mynd að gamni - svo það séu e-jar breytingar á þessari síðu.
.

Wednesday, January 26, 2005

PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ
Vildi bara minna á partýið ef e-r skyldi álpast hérna inni af slysni ;)
Það verður núna á föstudaginn, þann 28. janúar og var viljandi haft makalaust svo ekki væru vanddræði að finna pössun :) Ég hlakka til að sjá alla en þó aðallega Elsu mína sem ég sé svo lítið af eftir að hún flutti út í sveit og ég orðin miðbæjarrotta. Já já - endilega að skrifa hérna inn smá, sérstaklega ef þið komist ekki.

Ætla að prófa að henda inn nokkrum gömlum myndum næstu 3 daga og hérna koma þær fyrstu:







Bara til að minna okkur á hver er að redda húsnæðinu;)